003_application_main.gif
 

Umsóknarferli

 
 
Application_process_step1.png

Finndu námsleiðirnar sem þú hefur áhuga á

Háskóli Íslands
Almennar upplýsingar: https://www.hi.is/
Umsóknarferli: https://www.hi.is/umsokn_um_nam

Háskólinn í Reykjavík
Almennar upplýsingar: https://ru.is/
Umsóknarferli: https://www.ru.is/umsoknir/

Háskólinn á Akureyri
Almennar upplýsingar: https://www.unak.is/
Umsóknarferli: https://www.unak.is/is/namid/saekja-um/umsoknarferlid

Listaháskóli Íslands
Almennar upplýsingar: https://www.lhi.is/
Umsóknarferli: https://www.lhi.is/umsoknarfrestir-allra-namsbrauta-vid-lhi

Landbúnaðarháskóli Íslands
Almennar upplýsingar: http://www.lbhi.is/
Umsóknarferli: https://ugla.lbhi.is/umsoknir/index.php?sid=921

Háskólinn á Bifröst
Almennar upplýsingar: https://www.bifrost.is/

Háskólinn á Hólum
Almennar upplýsingar: http://www.holar.is/

Einnig er hægt að fá upplýsingar á heimasíðu Study Iceland.


Application_process_step2.png

Kannaðu aðgangskröfur viðeigandi námsleiða

Skilyrði og viðurkenningar.

Athugið að skortur er á samhæfðri stefnu háskóla áÍslandi þegar kemur að menntun flóttafólks. Oft eru ekki upplýsingar um slík málefni á heimasíðum skólanna einfaldlega vegna þess að þær upplýsingar eru ekki til. Í þeim tilfellum hvetjum við fólk til að senda viðeigandi stofnun tölvupóst eða koma sér í samband við hana með einhverjum hætti. Á það sérstaklega við um minni skóla en þeir leysa einfaldlega slík mál þegar þau koma upp.


Application_process_step3.png

Safnaðu saman öllum viðeigandi gögnum

Ef þú hefur ekki undir höndunum staðfestingu á menntun átt þú kost á viðtali hjá ENIC/NARIC. Þar eru slík mál rædd og samantekt á starfs- og námsreynslu viðkomandi er dregin upp, það hjálpar til við umsóknarferlið. ENIC/NARIC er matsskrifstofa og eru verkefni skrifstofunnar meðal annars að veita umsögn um mat á námi og prófgráðum, vera meginupplýsingamiðstöð Íslands um prófgráður og mat á námi og sjá erlendum aðilum fyrir áreiðanlegum og nákvæmum upplýsingum um íslenska menntakerfið. Hafa skal samband við ENIC/NARIC ef þess er þörf.


Application_process_step4.png

Uppfylltu kröfur um tungumálakunnáttu

Almennt er grunnám á Íslandi (Bachelor gráða) kennt á Íslensku. Þegar einstaklinga skortir bæði ensku- og íslenskukunnáttu festast þeir gjarnan milli tveggja kerfa. Annað má segja um nám á framhaldsstigi, mjög algengt er að það sé kennt á ensku. Upplýsingar um allt slíkt má finna á heimasíðum skóla, sem hægt er að finna hér fyrir ofan. Hér tölum við einnig um þær tungumálakröfur sem geta verið í skólum á Íslandi og hvernig hægt er að uppfylla þær.


Application_process_step5.png

Sendu inn umsókn

Umsóknir skulu fara í gegn um heimasíður skólanna. Umsóknarfrestur er misjafn eftir skólum, allar slíkar upplýsingar má finna á heimasíðum. Ef vandi kemur upp má senda skólum tölvupóst og jafnvel bóka tíma hjá námsráðgjafa. Einnig bendum við á Umsóknarkaffin sem við bjóðum upp á hér hjá Student Refugees Iceland. Þar tökum við vel á móti ykkur og förum yfir umsóknarferlið með ykkur. Við reynum að aðstoða ykkur eins mikið og hægt er. Eins er hægt að fá aðstoð á Opnu húsi hjá Rauða krossinum.