Hvaða gögn þarf ég að hafa til að geta sótt um?
Inntökuskilyrði og mat á fyrra námi
Fáðu yfirlit yfir þær kröfur sem flestir háskólar á Íslandi hafa, hvort sem það eru tungumála- eða fræðilegar kröfur. Fáðu ráð um hvernig á að skrifa kynningarbréf og hvernig ferilskráin þín á að líta út, samkvæmt kröfum háskólanna. Mundu að hafa í huga að hver menntastofnun setur fram sínar eigin kröfur til nemenda.
Aðgangskröfur
+ Hverjar eru kröfurnar þegar verið er að sækja um grunnnám?
- Ef þú hyggst sækja um grunnnám, ertu yfirleitt beðin/nn um að sýna fram á:
- Að þú hafir lokið stúdentsprófi (eða sambærilegu prófi).
- Að þú hafir ákveðna grunnþekkingu á íslensku eða ensku (það getur farið eftir deildum og áföngum).
- Að þú hafir lokið stúdentsprófi (eða sambærilegu prófi).
- Ákveðnar deildir krefjast frekari upplýsinga. Til dæmis:
- Fyrsta einkunn í ákveðnum áföngum.
- Fyrsta einkunn í meðaleinkunn.
- Einnig krefjast ákveðnar deildir þess að umsækjendur taki A-próf.
- Fyrsta einkunn í ákveðnum áföngum.
+ Hverjar eru kröfurnar þegar verið er að sækja um framhaldsnám?
- Mismunandi eftir námi.
- Að þú hafir lokið grunnnámi (BA eða BS) sem er metið í umræddu námi.
- Oft er krafist þess að umsækjandi sé með fyrstu einkunn í meðaleinkunn.
- Umsækjandi getur átt von á því að það sé krafist kynningarbréfs af þeim ásamt meðmælum frá kennara eða yfirmanni í umsóknarferlinu.
+ Hverjar eru kröfurnar þegar verið er að sækja um doktorsnám?
- Ef nemandi hyggst sækja um doktorsnám í íslenskum háskóla, þarf hann að sýna fram á:
- Meistaragráðu eða eitthvað sambærilegt.
- Stundum eru nemendur teknir inn í doktorsnám ef þeir hafa lokið kandídatsprófi.
- Þegar sótt er um framhaldsnám, þ.e. meistara- eða doktorsnám, gætir þú þurft að skrifa kynningarbréfi auk þess að sýna ferilskrá (curriculum vitae) með umsókninni þinni. Hér getur þú fundið upplýsingar um hvernig á að skrifa kynningarbréf og setja upp ferilskrá á heimasíðu stéttarfélagsins VR.
+ Hvað get ég gert til að sýna fram á námsferil minn?
- ENIC/NARIC býður fólki sem hlotið hefur stöðu flóttamanns hér á landi og hefur ekki aðgang að námsgögnum sínum matstíma hjá sér, þar sem þau geta sett upp námsyfirlit. Það gildir ekki eins og prófskírteini eða vottorð, en það getur aðstoðað við umsókn um nám.
Tungumálakröfur
Fáðu yfirlit yfir þær kröfur til tungumálakunnáttu sem flestar háskólastofnanir á Íslandi hafa. Þessar kröfur geta verið breytilegar eftir deildum. Því er gott að hafa alltaf samband við deildirnar fyrst.
+ Íslenska
- Ef háskólanámið sem þú vilt fara í er kennt á íslensku verður þú að uppfylla það stig sem krafist er í viðkomandi námi. Helsta fyrirstaðan fyrir flóttamenn og hælisleitendur er tungumálið en það eru ótal mörg íslenskunámskeið sem þessir hópar geta sótt um.
- Vinsamlegast athugaðu að sum íslensku námskeið veita þér ekki opinbert vottorð um tungumálakunnáttu. Viðkomandi stofnun þar sem þú vilt læra mun líklega þurfa opinbert vottorð. Gættu þess að velja námskeið sem veitir þér opinbert vottorð, ef það er það sem þú þarft.
- Námskeið sem heitir “Íslenska sem annað tungumál” er kennt við Háskóla Íslands er kennt við Háskóla Íslands.
- Önnur íslensku námskeið:
+ Enska
- Ef námið er kennt á ensku verður þú að leggja fram sönnun á ensku stigi sem jafngildir að minnsta kosti ensku B stigi á Íslandi.
- Flest grunnnám við háskóla á Íslandi fer fram á íslensku. Ef námið er hins vegar kennt á ensku, er oftast gerð krafa til umsækjenda að þau skili inn TOEFL prófi til að sýna fram á enskukunnáttu.
- Ensku próf eins og TOEFL eru viðurkennd. IELTS próf eru líka viðurkennd.
- Prófamiðstöðin Promennt sér um öll TOEFL próf á Íslandi. Þú getur séð þau hér.
- Prófamiðstöðin Promennt sér um öll TOEFL próf á Íslandi. Þú getur séð þau hér.
- Aðeins fá námskeið í grunnnámi eru þó kennd á ensku við Háskóla Íslands. Lágmarkseinkunn fyrir þessi námskeið er TOEFL 79 eða IELTS 6,5.