Get ég sótt um?

Staða og möguleika

 
 
Status_and_possiblities_1.png

Flóttamaður

+ Fjármögnun

Í gegnum Lánasjóð íslenskra námsmanna getur þú fengið námslán. Strax og þú hefur nám við háskóla á Íslandi átt þú rétt á námslánum. Þú þarft þó að klára 22 einingar á önn til þess að halda réttinum. Upphæðin sem hver stúdent fær fer eftir ýmsu, t.d. hvort þú búir í leiguhúsnæði eða hjá foreldrum, hvort þú eigir börn eða ekki o.s.frv.

Þú getur fengið úthlutað frá LÍN ef:

  • Þú hefur náð 18 ára aldri
  • Þú uppfyllir búsetuskilyrði
  • Þú ert ekki á vanskilaskrá

Get ég unnið en samt fengið Námslán?

Já, þú getur unnið ásamt því að fá námslán. Hins vegar geta tekjur námsmanns á viðmiðunarári haft áhrif á fjárhæð veittra námslána ef þær fara yfir frítekjumark.

+ Gjöld

Ríkisreknir háskólar eru gjaldfrjálsir, hins vegar þarf oft að borga skrásetningargjald hvert ár fyrir sig. Einkareknir háskólar ákveða sjálfir hver skólagjöld þeirra eru og getur það því verið mismunandi milli háskólastofnana.

Status_and_possibilities_2.png

Hælisleytandi

Samkvæmt upplýsingum frá háskólum á Íslandi þá geta allir sótt um nám. Flóttafólk og hælisleitendur hljóta sömu meðferð og aðrir erlendir umsækjendur. Allir eru afgreiddir með sama hætti, hver sem staða þeirra er. Það þarf því ekki að hafa kennitölu né heimilisfang hér á landi til að sækja um nám. Hælisleitendum búsettum á Íslandi er hins vegar ekki heimilt að sækja um námslán hjá LÍN, samkvæmt úthlutunarreglum lánasjóðsins.